Að óttast sína eigin þjóð Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun