Viðskipti innlent

Straumur synti einn á móti lækkun í Kauphöll

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,07 prósent í dag og er það eina hækkunin í Kauphöllinni. Á móti féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 6,64 prósent, Eimskips um 6,45 prósent og Marel Food Systems um 4,67 prósent.

Þá lækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 0,9 prósent og Össurar um 0,52 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,62 prósent og endaði í 329 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í byrjun maí árið 1994.

Þá lækkaði nýja Úrvalsvísitalan (OMXI6) um 0,79 prósent og endaði hún í 886 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×