Umfjöllun: Dramatískur sigur Þórs/KA gegn Val Ómar Þorgeirsson skrifar 7. ágúst 2009 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán. Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll efst og jöfn með 32 stig en Þór/KA kemur svo næst með 29 stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Valsstúkur ógnuðu í tvígang snemma leiks þegar Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir áttu báðar skalla að marki Þórs/KA með stuttu millibili. Markvörðurinn Berglind Magnúsdóttir var vel á verði. Norðanstúlkum óx svo ásmegin eftir því sem líða tók á hálfleikinn og náðu trekk í trekk að galopna Valsvörnina með hættulegum stungusendingum á hinar eldsnöggu Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Rakel Hönnudóttur. Smiljkovic komst ein inn fyrir vörn Vals um miðjan hálfleikinn en þá varði María Björg Ágústsdóttir glæsilega í tvígang frá henni af stuttu færi. María Björg kom þó engum vörnum við í blálok fyrri hálfleiks þegar Zver slapp inn fyrir vörn Valsstúlkna og skoraði af öryggi, í slána og inn. Valsstúlkur voru reyndar afar óánægðar með að markið hefði fengið að standa þar sem þær töldu Zver hafa verið rangstæða en markið stóð og Norðanstúlkur leiddu 0-1 þegar hálfleiksflautið gall. Valsstúlkur voru talsvert frá sínu besta í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna glufur á varnarmúr Þórs/KA en allt annað var að sjá til Íslandsmeistarana í upphafi síðari hálfleiks þar sem þær pressuðu stíft að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á 68. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir átti hörku skot sem fór efst í markstöngina á marki Þórs/KA en markamaskínan Kristín Ýr var fyrst til þess að átta sig og afgreiddi frákastið af yfirvegun og öryggi í markið og jafnaði leikinn. En þetta var sautjánda markið hjá Kristínu Ýr í deildinni í sumar og er hún markahæst í deildinni eins og er. Baráttuglaðar Norðanstúlkur höfðu varist vel fram að jöfnunarmarkinu en voru farnar að bakka full mikið og lentu fyrir vikið undir mikilli pressu frá Valsstúlkum. Valsstúkur héldu pressunni áfram og það skall hurð nærri hælum þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar varnarmenn gestanna björguðu á línu eftir skalla frá Katrínu Jónsdóttur. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný svo kjörið tækifæri til þess að tryggja Val sigur en skot hennar af stuttu færi sigldi framhjá marki Þórs/KA. Gestirnir voru aftur á móti ekki hættir og Zver og Smiljkovic léku laglega í gegnum vörn Vals og Zver skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og sitt annað mark í leiknum með skoti af stuttu færi. Sannarlega ótrúlegur sigur Þórs/KA í dramatískum og kaflaskiptum leik þar sem gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik en Valur í þeim seinni. Þór/KA er á góðu skriði í deildinni og saxar jafnt og þétt á forskot toppliðanna en Norðanstúlkur hafa ekki tapað leik í deildinni síðan í 6. umferð eða í byrjun júní. Valsstúlkur voru aftur á móti aðeins að tapa sínum öðrum leik í sumar en hitt tapið kom í 2. umferð Íslandsmótsins gegn Breiðabliki á Vodafonevellinum og þá kom sigurmark gestanna einnig í uppbótartíma.Tölfræðin:Valur - Þór/KA 1-2 0-1 Mateja Zver (45.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (68.) 1-2 Mateja Zver (90.+2) Vodafonevöllurinn, áhorfendur; óuppgefið Dómari: Pétur Guðmundsson Skot (á mark): 19-13 (7-8) Varin skot: María Björg 6 - Berglind 6 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 1-5Valur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Pála Marie Einarsdóttir Sif Atladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Laufey Ólafsdóttir (76., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Rakel Logadóttir Kristín Ýr BjarnadóttirÞór/KA (4-5-1) Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Rakel Hönnudóttir Elva Friðjónsdóttir Karen Nóadóttir Anna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Mateja Zver Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll efst og jöfn með 32 stig en Þór/KA kemur svo næst með 29 stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Valsstúkur ógnuðu í tvígang snemma leiks þegar Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir áttu báðar skalla að marki Þórs/KA með stuttu millibili. Markvörðurinn Berglind Magnúsdóttir var vel á verði. Norðanstúlkum óx svo ásmegin eftir því sem líða tók á hálfleikinn og náðu trekk í trekk að galopna Valsvörnina með hættulegum stungusendingum á hinar eldsnöggu Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Rakel Hönnudóttur. Smiljkovic komst ein inn fyrir vörn Vals um miðjan hálfleikinn en þá varði María Björg Ágústsdóttir glæsilega í tvígang frá henni af stuttu færi. María Björg kom þó engum vörnum við í blálok fyrri hálfleiks þegar Zver slapp inn fyrir vörn Valsstúlkna og skoraði af öryggi, í slána og inn. Valsstúlkur voru reyndar afar óánægðar með að markið hefði fengið að standa þar sem þær töldu Zver hafa verið rangstæða en markið stóð og Norðanstúlkur leiddu 0-1 þegar hálfleiksflautið gall. Valsstúlkur voru talsvert frá sínu besta í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna glufur á varnarmúr Þórs/KA en allt annað var að sjá til Íslandsmeistarana í upphafi síðari hálfleiks þar sem þær pressuðu stíft að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á 68. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir átti hörku skot sem fór efst í markstöngina á marki Þórs/KA en markamaskínan Kristín Ýr var fyrst til þess að átta sig og afgreiddi frákastið af yfirvegun og öryggi í markið og jafnaði leikinn. En þetta var sautjánda markið hjá Kristínu Ýr í deildinni í sumar og er hún markahæst í deildinni eins og er. Baráttuglaðar Norðanstúlkur höfðu varist vel fram að jöfnunarmarkinu en voru farnar að bakka full mikið og lentu fyrir vikið undir mikilli pressu frá Valsstúlkum. Valsstúkur héldu pressunni áfram og það skall hurð nærri hælum þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar varnarmenn gestanna björguðu á línu eftir skalla frá Katrínu Jónsdóttur. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný svo kjörið tækifæri til þess að tryggja Val sigur en skot hennar af stuttu færi sigldi framhjá marki Þórs/KA. Gestirnir voru aftur á móti ekki hættir og Zver og Smiljkovic léku laglega í gegnum vörn Vals og Zver skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og sitt annað mark í leiknum með skoti af stuttu færi. Sannarlega ótrúlegur sigur Þórs/KA í dramatískum og kaflaskiptum leik þar sem gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik en Valur í þeim seinni. Þór/KA er á góðu skriði í deildinni og saxar jafnt og þétt á forskot toppliðanna en Norðanstúlkur hafa ekki tapað leik í deildinni síðan í 6. umferð eða í byrjun júní. Valsstúlkur voru aftur á móti aðeins að tapa sínum öðrum leik í sumar en hitt tapið kom í 2. umferð Íslandsmótsins gegn Breiðabliki á Vodafonevellinum og þá kom sigurmark gestanna einnig í uppbótartíma.Tölfræðin:Valur - Þór/KA 1-2 0-1 Mateja Zver (45.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (68.) 1-2 Mateja Zver (90.+2) Vodafonevöllurinn, áhorfendur; óuppgefið Dómari: Pétur Guðmundsson Skot (á mark): 19-13 (7-8) Varin skot: María Björg 6 - Berglind 6 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 1-5Valur (4-5-1) María Björg Ágústsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Pála Marie Einarsdóttir Sif Atladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Laufey Ólafsdóttir (76., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Rakel Logadóttir Kristín Ýr BjarnadóttirÞór/KA (4-5-1) Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Rakel Hönnudóttir Elva Friðjónsdóttir Karen Nóadóttir Anna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Mateja Zver
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira