Arizona í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:38 Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals. Nordic Photos / Getty Images Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Erlendar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens.
Erlendar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira