Mannauður á krepputímum 8. apríl 2009 03:00 Haraldur Unason Diego sjálfstæður blaðamaður í viðskiptafræðinámi. Nú þegar efnisleg verðmæti fyrirtækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins - mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir. Þó er það þannig að mannauður rýrnar og afskrifast ef framtíðarsýnin glatast og stjórnendur láta skammtímahagsmuni ráða för. Í ölduróti undanfarinna mánaða er hætta á að stjórnendur missi skýra sýn á framtíðina og láta undir höfuð leggjast að efla starfsfólk og stappa í það stálinu. Flestir eru sammála um að mannauðurinn sé mikilvægasta eign fyrirtækja og að á grunni hans eigi að byggja til framtíðar, bæði frá þjóðhagslegum sem rekstrarfræðilegum sjónarhornum litið. Bakland í menntunfólk á ferli Greinarhöfundur bendir á að nú þegar mikil efnisleg verðmæti fyrirtækja hafi gufað upp líkt og dögg fyrir sólu liggi möguleikar verðmætasköpunar framtíðar í þeim mannauði sem fyrirtækin hafi á að skipa.Markaðurinn/VilhelmFyrir um áratug reið kreppa yfir fjölda Asíuríkja, sem líkist um margt þeirri sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum núna. Þau lönd Asíu sem verst fóru út úr kreppunni eru enn ekki komin fyllilega upp úr henni. Munur á menntunarstigi þjóðanna þar og hér getur skipt sköpum um hversu fljótt og auðveldlega þjóðum tekst að koma aftur upp úr lægðinni. Sem betur eru undirstöður menntakerfisins hér sterkar, þótt ýmsir sjái merki um að ákveðin gildi hafi tapast á undanförnum árum sem betur hefðu mátt skila sér í gegnum menntastefnuna. Með öflugu menntunarstigi og því baklandi sem við höfum í velferðarmálum munu Íslendingar sýna umheiminum hversu fljótt við náum jafnvægi. En það þarf fleira til. Stjórnendur mega ekki láta tímabundin óveðursský efnahagsins byrgja sér sýn á markmiðin. Væntanlega verður oft þörf á stefnubreytingu, en markmiðin eiga að vera skýr og á hreinu hjá öllum starfsmönnum. Með því eykst líka skilningur þeirra á aðgerðum stjórnenda, jafnvel þótt sárar kunni að vera. Þegar markmiðin eru skýr næst jafnvel stuðningur, eða í það minnsta skilningur, verkalýðsfélaga eða hagsmunaaðila við slíkar aðgerðir, eins og sýndi sig í fyrrnefndu dæmi. Laun og framleiðniMeðal stjórnenda er því starf mannauðsstjóra einna mikilvægast nú á dögum. Að marka starfsmannastefnu eftir heildarstefnu fyrirtækisins og fá alla starfsmenn saman á árarnar og fylgja stefnunni eftir er hlutverk mannauðsstjórans. Þetta hefst þó ekki með orðunum eintómum, heldur markvissri þjálfun og starfsþróun. Það er nefnilega algengur misskilningur stjórnenda að framleiðni fólks fari að mestu eftir launum og oft hefur utanaðkomandi ráðgjöfum þótt best að benda á launa- og hvatakerfi sem lykilþátt í velgengni fyrirtækja. Það er skiljanlegt, þar sem til skamms tíma litið er oft hægt að sjá fylgni við laun og framleiðni, nýtilkomið bónuskerfi gæti auðveldlega sýnt fram á aukna sölu og framlegð á næsta ársfjórðungi. Sjaldnast er það þó þannig að með aukningu launakostnaðar náist samsvarandi aukning í framleiðni. Hvað er þá til ráða? Þjálfun er lykilatriðiFjöldinn allur af tækifærum opnast mannauðsstjórum í efnahagsástandi sem þessu. Ljóst er að oft þarf að grípa til sparnaðaraðgerða, eins og yfirvinnustopps, launafrystinga eða jafnvel uppsagna. En þann mannauð sem innan fyrirtækisins er verður að efla og styrkja til að varða veginn til framtíðar. Það er ekki gert með peningum, heldur þjálfun, menntun og samstillingu starfsmanna við stefnu fyrirtækisins. Að gera starfsmönnum stefnuna skýra næst með öflugu og hreinskilnu upplýsingaflæði, þjálfun og símenntun. Sé pottur brotinn í þjálfunarmálum fyrirtækja er nú einmitt tækifærið að bæta úr því - það mun skila meiru í framleiðni en að halda fólki í óvissu um stefnu fyrirtækisins eða jafnvel framtíð þess. Sparnaðurinn liggur í því að fá meira fyrir peninginn - auka framleiðni - fremur en að lækka laun eða segja upp. Mannauðsstjórar ættu því að nýta tækifærið núna og umfram allt styðja við námskeiðshald og þjálfun sem miðar að því að styrkja grunn efnahagslegrar velgengni fyrirtækisins til framtíðar, því þekking er máttur sem knýr ótrúlegustu hluti. Í því liggur leyndardómurinn að baki sérstöðu Íslands og mögulegs samkeppnisforskots okkar í framtíðinni. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira
Nú þegar efnisleg verðmæti fyrirtækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins - mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir. Þó er það þannig að mannauður rýrnar og afskrifast ef framtíðarsýnin glatast og stjórnendur láta skammtímahagsmuni ráða för. Í ölduróti undanfarinna mánaða er hætta á að stjórnendur missi skýra sýn á framtíðina og láta undir höfuð leggjast að efla starfsfólk og stappa í það stálinu. Flestir eru sammála um að mannauðurinn sé mikilvægasta eign fyrirtækja og að á grunni hans eigi að byggja til framtíðar, bæði frá þjóðhagslegum sem rekstrarfræðilegum sjónarhornum litið. Bakland í menntunfólk á ferli Greinarhöfundur bendir á að nú þegar mikil efnisleg verðmæti fyrirtækja hafi gufað upp líkt og dögg fyrir sólu liggi möguleikar verðmætasköpunar framtíðar í þeim mannauði sem fyrirtækin hafi á að skipa.Markaðurinn/VilhelmFyrir um áratug reið kreppa yfir fjölda Asíuríkja, sem líkist um margt þeirri sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum núna. Þau lönd Asíu sem verst fóru út úr kreppunni eru enn ekki komin fyllilega upp úr henni. Munur á menntunarstigi þjóðanna þar og hér getur skipt sköpum um hversu fljótt og auðveldlega þjóðum tekst að koma aftur upp úr lægðinni. Sem betur eru undirstöður menntakerfisins hér sterkar, þótt ýmsir sjái merki um að ákveðin gildi hafi tapast á undanförnum árum sem betur hefðu mátt skila sér í gegnum menntastefnuna. Með öflugu menntunarstigi og því baklandi sem við höfum í velferðarmálum munu Íslendingar sýna umheiminum hversu fljótt við náum jafnvægi. En það þarf fleira til. Stjórnendur mega ekki láta tímabundin óveðursský efnahagsins byrgja sér sýn á markmiðin. Væntanlega verður oft þörf á stefnubreytingu, en markmiðin eiga að vera skýr og á hreinu hjá öllum starfsmönnum. Með því eykst líka skilningur þeirra á aðgerðum stjórnenda, jafnvel þótt sárar kunni að vera. Þegar markmiðin eru skýr næst jafnvel stuðningur, eða í það minnsta skilningur, verkalýðsfélaga eða hagsmunaaðila við slíkar aðgerðir, eins og sýndi sig í fyrrnefndu dæmi. Laun og framleiðniMeðal stjórnenda er því starf mannauðsstjóra einna mikilvægast nú á dögum. Að marka starfsmannastefnu eftir heildarstefnu fyrirtækisins og fá alla starfsmenn saman á árarnar og fylgja stefnunni eftir er hlutverk mannauðsstjórans. Þetta hefst þó ekki með orðunum eintómum, heldur markvissri þjálfun og starfsþróun. Það er nefnilega algengur misskilningur stjórnenda að framleiðni fólks fari að mestu eftir launum og oft hefur utanaðkomandi ráðgjöfum þótt best að benda á launa- og hvatakerfi sem lykilþátt í velgengni fyrirtækja. Það er skiljanlegt, þar sem til skamms tíma litið er oft hægt að sjá fylgni við laun og framleiðni, nýtilkomið bónuskerfi gæti auðveldlega sýnt fram á aukna sölu og framlegð á næsta ársfjórðungi. Sjaldnast er það þó þannig að með aukningu launakostnaðar náist samsvarandi aukning í framleiðni. Hvað er þá til ráða? Þjálfun er lykilatriðiFjöldinn allur af tækifærum opnast mannauðsstjórum í efnahagsástandi sem þessu. Ljóst er að oft þarf að grípa til sparnaðaraðgerða, eins og yfirvinnustopps, launafrystinga eða jafnvel uppsagna. En þann mannauð sem innan fyrirtækisins er verður að efla og styrkja til að varða veginn til framtíðar. Það er ekki gert með peningum, heldur þjálfun, menntun og samstillingu starfsmanna við stefnu fyrirtækisins. Að gera starfsmönnum stefnuna skýra næst með öflugu og hreinskilnu upplýsingaflæði, þjálfun og símenntun. Sé pottur brotinn í þjálfunarmálum fyrirtækja er nú einmitt tækifærið að bæta úr því - það mun skila meiru í framleiðni en að halda fólki í óvissu um stefnu fyrirtækisins eða jafnvel framtíð þess. Sparnaðurinn liggur í því að fá meira fyrir peninginn - auka framleiðni - fremur en að lækka laun eða segja upp. Mannauðsstjórar ættu því að nýta tækifærið núna og umfram allt styðja við námskeiðshald og þjálfun sem miðar að því að styrkja grunn efnahagslegrar velgengni fyrirtækisins til framtíðar, því þekking er máttur sem knýr ótrúlegustu hluti. Í því liggur leyndardómurinn að baki sérstöðu Íslands og mögulegs samkeppnisforskots okkar í framtíðinni.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira