Skuldir Björgólfs jukust verulega 6. maí 2009 00:01 Björgólfur og húsið. Heimili Björgólfs Guðmundssonar hefur ávallt verið skráð á eiginkonu hans. Mynd/Samsett mynd Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira