Menningarverðlaun DV 2008 veitt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. mars 2009 06:00 Verðlaunagripurinn er hannaður af Huldu Hákon. Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið