Lýðræðishreyfing Ástþórs uppfyllir ekki skilyrði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2009 19:00 Framboðslistar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar uppfylla ekki skilyrði kosningalaga í neinu kjördæmi og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni frest til að bæta úr ágöllum, ýmist til kvölds eða til morguns. Bæði vantar meðmælendur og galli er á samþykki frambjóðenda. Yfirkjörstjórnir í kjördæmunum sex hafa fundað í dag með umboðsmönnum listanna sjö sem bárust áður en framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis úrskurðar á fundi í kvöld um listana en í hinum fimm kjördæmunum er búið að úrskurða sex framboðslista gilda, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra, Samfylkingar, Vinstri grænna og Borgarahreyfingarinnar. Listar Lýðræðishreyfingarinnar hafa hvergi verið taldir uppfylla skilyrði kosningalaga og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni, sem er undir forystu Ástþórs Magnússonar, frest til að bæta úr ágöllum. Bæði vantar fjölda meðmælenda en einnig er undirritað samþykki frambjóðenda talið gallað í einhverjum kjördæmum. Frestirnir sem Ástþór og félagar fengu eru mislangir. Þannig rann fresturinn í Suðurkjördæmi út klukkan átján í kvöld en ekki er enn ljóst hvort tókst að lagfæra framboðið fyrir þann tíma. Í hinum kjördæmunum renna frestir Lýðræðishreyfingarinnar út ýmist í fyrramálið eða upp úr hádegi á morgun. Það verður því væntanlega ljóst síðdegis á morgun hvort nægilega margir meðmælendur hafi fengist með Ástþóri og hvort undirskriftir frambjóðenda uppfylli skilyrði kosningalaga. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Framboðslistar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar uppfylla ekki skilyrði kosningalaga í neinu kjördæmi og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni frest til að bæta úr ágöllum, ýmist til kvölds eða til morguns. Bæði vantar meðmælendur og galli er á samþykki frambjóðenda. Yfirkjörstjórnir í kjördæmunum sex hafa fundað í dag með umboðsmönnum listanna sjö sem bárust áður en framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis úrskurðar á fundi í kvöld um listana en í hinum fimm kjördæmunum er búið að úrskurða sex framboðslista gilda, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra, Samfylkingar, Vinstri grænna og Borgarahreyfingarinnar. Listar Lýðræðishreyfingarinnar hafa hvergi verið taldir uppfylla skilyrði kosningalaga og hafa yfirkjörstjórnir veitt hreyfingunni, sem er undir forystu Ástþórs Magnússonar, frest til að bæta úr ágöllum. Bæði vantar fjölda meðmælenda en einnig er undirritað samþykki frambjóðenda talið gallað í einhverjum kjördæmum. Frestirnir sem Ástþór og félagar fengu eru mislangir. Þannig rann fresturinn í Suðurkjördæmi út klukkan átján í kvöld en ekki er enn ljóst hvort tókst að lagfæra framboðið fyrir þann tíma. Í hinum kjördæmunum renna frestir Lýðræðishreyfingarinnar út ýmist í fyrramálið eða upp úr hádegi á morgun. Það verður því væntanlega ljóst síðdegis á morgun hvort nægilega margir meðmælendur hafi fengist með Ástþóri og hvort undirskriftir frambjóðenda uppfylli skilyrði kosningalaga.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira