Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Breki Logason skrifar 2. apríl 2009 14:09 Frá mótmælunum fyrir fram Alþingishúsið í janúar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag." Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."
Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira