Skálkaskjólið 5. nóvember 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun