Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2009 18:30 Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn. Kosningar 2009 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira