Enn fækkar í Frjálslynda flokknum 23. mars 2009 11:22 Ásgerður Jóna Flosadóttir. Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19