Umfjöllun: Valur hirti toppsætið af Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2009 19:59 Kristín Ýr Bjarnadóttir, fyrir miðju. Mynd/Stefán Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Valur komst í 3-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur og einu frá Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum en það snerist skyndilega við þegar um hálftími var til leiksloka. Þá skoraði Anna Björg Björnsdóttir tvö mörk á fimm mínútna kafla og kom Fylki inn í leikinn á ný. En nær komust Árbæingar ekki og töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar að Hallbera Guðný fékk boltann á vinstri kantinum. Hún gerði sig líklega til að gefa boltann fyrir en fann ekki samherja. Hún skaut því sjálf að markinu og Björk Björnsdóttir, markvörður Fylkis, missti boltann undir sig á nærstönginni. Tæpum tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda. Dagný Brynjarsdóttir tók sprett upp miðjan völlinn og átti laglegan samleik við Kristínu Ýri.Það lauk með því að Kristín átti glæsilegt skot að marki sem hafnaði í slánni og inn. Björk markvörður átti ekki möguleika. Fylkir komst varla í sókn fyrsta hálftímann og Valur var nálægt því að komast þremur mörkum yfir þegar að Dóra María Lárusdóttir átti hættulegt skot að marki úr aukaspyrnu. Boltinn fór hárfínt yfir mark heimamanna. En á 33. mínútu fékk Fylkir sitt langbesta færi. Anna Björg Björnsdóttir lék laglega í gegnum vörn Valsmanna. Hún fékk nægan tíma til að athafna sig en lét verja frá sér úr upplögðu færi. Ekki var síðra færið sem Hallbera Guðný fékk í næstu sókn Vals en hún hitti ekki markið þegar hún var komin ein í gegn. Staðan því 2-0 í hálfleik en nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi þess síðari. Þar til á 57. mínútu að Hallbera Guðný fékk aftur boltann á vinstri kantinum, lék laglega á Tinnu Bergþórsdóttur, varnarmann Fylkis, og skoraði með laglegu skoti sitt annað mark í leiknum. En þá skyndilega vöknuðu heimamenn til lífsins og náði að klóra í bakkann með marki eftir laglega skyndisókn. Anna Björg hóf sóknina og gaf á varamanninn Kristrúnu Kristinsdóttur. Hún náði að leika á varnarmann Vals og skilaði boltanum aftur á Önnu sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Og hún var ekki hætt. Laufey Björnsdóttir átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Vals sem Anna Björg náði að elta uppi og senda boltann yfir Maríu Ágústsdóttur í marki Valsmanna. Skyndilega voru heimamenn búnir að koma sér inn í leikinn með tveimur mörkum á fimm mínútum. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin eftir þetta og voru mikið með boltann. En þeim gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Valur náði þar með að verja forskot sig og ná sér þar með í dýrmæt þrjú stig í toppbaráttu deildarinnar.Fylkir - Valur 2-3 0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (17.) 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (26.) 0-3 Hallbera Guðný Gísladóttir (57.) 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (61.) 2-3 Anna Björg Björnsdóttir (66.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 430. Dómari: Andri Vigfússon.Skot (á mark): 6-11 (3-4)Varin skot: Björk 1 - María Björg 1.Horn: 3-6Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 4-0Fylkir (4-4-2): Björk Björnsdóttir Tinna B. Bergþórsdóttir Ragna Björg Einarsdóttir Lidija Stojkanovic María Kristjánsdóttir Fjolla Shala (46. Kristrún Kristinsdóttir) Laufey Björnsdóttir Danka Podovac Anna Sigurðardóttir (77. Elsa Petra Björnsdóttir) Anna Björg Björnsdóttir Rúna Sif Stefánsdóttir (51. Ruth Þórðar Þórðardóttir)Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Katrín Jónsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Dóra María Lárusdóttir Helga Sjöfn Jóhannsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (72. Anna Garðarsdóttir) Rakel Logadóttir (87. Embla Sigríður Grétarsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (62. Guðný Petrína Þórðardóttir) Hallbera Guðný Gísladóttir Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19 Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Valur komst í 3-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur og einu frá Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum en það snerist skyndilega við þegar um hálftími var til leiksloka. Þá skoraði Anna Björg Björnsdóttir tvö mörk á fimm mínútna kafla og kom Fylki inn í leikinn á ný. En nær komust Árbæingar ekki og töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar að Hallbera Guðný fékk boltann á vinstri kantinum. Hún gerði sig líklega til að gefa boltann fyrir en fann ekki samherja. Hún skaut því sjálf að markinu og Björk Björnsdóttir, markvörður Fylkis, missti boltann undir sig á nærstönginni. Tæpum tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda. Dagný Brynjarsdóttir tók sprett upp miðjan völlinn og átti laglegan samleik við Kristínu Ýri.Það lauk með því að Kristín átti glæsilegt skot að marki sem hafnaði í slánni og inn. Björk markvörður átti ekki möguleika. Fylkir komst varla í sókn fyrsta hálftímann og Valur var nálægt því að komast þremur mörkum yfir þegar að Dóra María Lárusdóttir átti hættulegt skot að marki úr aukaspyrnu. Boltinn fór hárfínt yfir mark heimamanna. En á 33. mínútu fékk Fylkir sitt langbesta færi. Anna Björg Björnsdóttir lék laglega í gegnum vörn Valsmanna. Hún fékk nægan tíma til að athafna sig en lét verja frá sér úr upplögðu færi. Ekki var síðra færið sem Hallbera Guðný fékk í næstu sókn Vals en hún hitti ekki markið þegar hún var komin ein í gegn. Staðan því 2-0 í hálfleik en nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi þess síðari. Þar til á 57. mínútu að Hallbera Guðný fékk aftur boltann á vinstri kantinum, lék laglega á Tinnu Bergþórsdóttur, varnarmann Fylkis, og skoraði með laglegu skoti sitt annað mark í leiknum. En þá skyndilega vöknuðu heimamenn til lífsins og náði að klóra í bakkann með marki eftir laglega skyndisókn. Anna Björg hóf sóknina og gaf á varamanninn Kristrúnu Kristinsdóttur. Hún náði að leika á varnarmann Vals og skilaði boltanum aftur á Önnu sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Og hún var ekki hætt. Laufey Björnsdóttir átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Vals sem Anna Björg náði að elta uppi og senda boltann yfir Maríu Ágústsdóttur í marki Valsmanna. Skyndilega voru heimamenn búnir að koma sér inn í leikinn með tveimur mörkum á fimm mínútum. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin eftir þetta og voru mikið með boltann. En þeim gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Valur náði þar með að verja forskot sig og ná sér þar með í dýrmæt þrjú stig í toppbaráttu deildarinnar.Fylkir - Valur 2-3 0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (17.) 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (26.) 0-3 Hallbera Guðný Gísladóttir (57.) 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (61.) 2-3 Anna Björg Björnsdóttir (66.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 430. Dómari: Andri Vigfússon.Skot (á mark): 6-11 (3-4)Varin skot: Björk 1 - María Björg 1.Horn: 3-6Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 4-0Fylkir (4-4-2): Björk Björnsdóttir Tinna B. Bergþórsdóttir Ragna Björg Einarsdóttir Lidija Stojkanovic María Kristjánsdóttir Fjolla Shala (46. Kristrún Kristinsdóttir) Laufey Björnsdóttir Danka Podovac Anna Sigurðardóttir (77. Elsa Petra Björnsdóttir) Anna Björg Björnsdóttir Rúna Sif Stefánsdóttir (51. Ruth Þórðar Þórðardóttir)Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Katrín Jónsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Dóra María Lárusdóttir Helga Sjöfn Jóhannsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (72. Anna Garðarsdóttir) Rakel Logadóttir (87. Embla Sigríður Grétarsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (62. Guðný Petrína Þórðardóttir) Hallbera Guðný Gísladóttir
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19 Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19
Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23