FME lét rannsaka 14. janúar 2009 00:01 Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Fjármálaeftirlitið (FME) segist hafa fengið til liðs við sig sérstaka sérfræðinga í bókhaldsrannsóknum til að aðstoða sig. Slíkir sérfræðingar eru upp á ensku nefndir Forensic accountants og munu oft vera fengnir til að fara yfir stöðu fyrirtækja og sigta út allt úr bókum félaga sem vekur grunsemdir eða orkar tvímælis. Fram hefur komið að eitt allra fyrsta verk breska fjármálaeftirlitsins, þegar það tók yfir Kaupþing Singer & Friedlander í haust, var að kalla til slíka sérfræðinga. Þeir voru frá endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young. Meðal þess sem þeir rákust fljótlega á var svonefnd einkalánabók en þar kom fram að um 60 milljarðar króna hefðu verið lánaðir auðmönnum til kaupa á snekkjum og þotum. Robert Wade prófessor undraðist það á borgarafundi í fyrrakvöld að Fjármálaeftirlið hefði ekki nú þegar kallað slíka sérfræðinga sér til aðstoðar og taldi að slíkt hefði átt að gera fyrir löngu. Fjármálaeftirlitinu segist hafa gert þetta í ákveðnum tilvikum, en vill ekki tilgreina það nánar. Eftirlitið að frá því um miðjan október hafi hugsanleg lögbrot verið rannsökuð. Meðal annars væru könnuð viðskipti með verðbréf og markaðssetning og fjárfestingar peningamarkaðssjóða. Ýmsar ábendingar væru skoðaðar sérstaklega. Rannsóknum verði hraðað og bætt við starfsmönnum, sem ráðnir verði tímabundið, eða utanaðkomandi sérfræðingum, verði þörf á. Fjármálaeftirlitið segist enn fremur munu starfa með rannsóknarnefnd Alþingis eða hinum sérstaka saksóknara, í samræmi við lagaheimildir, verði þess óskað.- ikh Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) segist hafa fengið til liðs við sig sérstaka sérfræðinga í bókhaldsrannsóknum til að aðstoða sig. Slíkir sérfræðingar eru upp á ensku nefndir Forensic accountants og munu oft vera fengnir til að fara yfir stöðu fyrirtækja og sigta út allt úr bókum félaga sem vekur grunsemdir eða orkar tvímælis. Fram hefur komið að eitt allra fyrsta verk breska fjármálaeftirlitsins, þegar það tók yfir Kaupþing Singer & Friedlander í haust, var að kalla til slíka sérfræðinga. Þeir voru frá endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young. Meðal þess sem þeir rákust fljótlega á var svonefnd einkalánabók en þar kom fram að um 60 milljarðar króna hefðu verið lánaðir auðmönnum til kaupa á snekkjum og þotum. Robert Wade prófessor undraðist það á borgarafundi í fyrrakvöld að Fjármálaeftirlið hefði ekki nú þegar kallað slíka sérfræðinga sér til aðstoðar og taldi að slíkt hefði átt að gera fyrir löngu. Fjármálaeftirlitinu segist hafa gert þetta í ákveðnum tilvikum, en vill ekki tilgreina það nánar. Eftirlitið að frá því um miðjan október hafi hugsanleg lögbrot verið rannsökuð. Meðal annars væru könnuð viðskipti með verðbréf og markaðssetning og fjárfestingar peningamarkaðssjóða. Ýmsar ábendingar væru skoðaðar sérstaklega. Rannsóknum verði hraðað og bætt við starfsmönnum, sem ráðnir verði tímabundið, eða utanaðkomandi sérfræðingum, verði þörf á. Fjármálaeftirlitið segist enn fremur munu starfa með rannsóknarnefnd Alþingis eða hinum sérstaka saksóknara, í samræmi við lagaheimildir, verði þess óskað.- ikh
Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira