Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2009 19:51 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Mynd/Anton Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira