Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2009 19:51 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Mynd/Anton Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira