Pétur Guðmundsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík en þetta staðfesti Óli Björn Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar við Vísi nú áðan. Pétur var búin að vera með liðið í eitt ár.
Grindavík endaði í 2. sæti í neðri deild á þessu tímabili og datt síðan út úr sex liða úrslitum í úrslitakeppninni eftir oddaleik á móti KR. Liðið vann 8 af 20 leikjum í deildarkeppninni en Grindavík lék án erlends leikmanns á tímabilinu líkt og KR.
Grindvíkingar eru ekki búnir að finna eftirmann Péturs en sá hinn sami verður áttundi þjálfari kvennaliðsins í Grindavík frá árinu 2002.