Þýsku meistararnir í Wolfsburg eru búnir að kaupa nígeríska framherjan Obafemi Martins frá Newcastle fyrir 10,5 milljónir enskra punda samkvæmt Sky Sports.
Martins var ekki með liði Newcastle í æfingaleik á móti Leeds í kvöld sem þótti ýta undir að eitthvað væri í bígerð. Martins er búinn að leika með Newcastle síðan 2006 en hann skoraði átta mörk fyrir liðið á síðasta tímabili.
Armin Veh, stjóri Wolfsburg, var að leita af framherja sem gæti náð vel saman við þá Edin Dzeko og Grafite sem skoruðu saman 54 mörk á síðasta tímabili.
„Við höfum tvo hávaxna framherja í þeim Edin Dzeko og Grafite en okkur vantaði leikmenn sem getur spilað með þeim og dregið sig meira út á kantana," sagði Armin Veh.