Magnús Orri vill 3. eða 4. sætið hjá Samfylkingunni 24. febrúar 2009 08:59 Magnús Orri. Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég tel að menntun mín og reynsla geti komið að góðum notum í því endurreisnarstarfi sem er framundan í íslensku þjóðfélagi. Vissrar endurnýjunar er þörf í íslenskum stjórnmálum og mjög mikilvægt að nýtt og drífandi fólk með fjölþætta menntun og reynslu úr atvinnulífinu bætist í hóp núverandi stjórnmálamanna.", segir Magnús í tilkynningu. Magnús vill leggja áherslu á markvissa endurreisn atvinnulífsins og að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aukin áhersla á umhverfismál og ný vinnubrögð í stjórnmálum sýni ungu fólki frammá að framtíð þess sé vel borgið á Íslandi. „Magnús Orri leggur mesta áherslu á eftirtalin atriði: • Að Íslands hefji strax aðildarviðræður við Evrópusambandið og þjóðin fái að taka afstöðu til inngöngu. Margvíslegur ávinningur fylgir í kjölfar umsóknar s.s. betra samband við nágrannaþjóðir, aukinn stöðugleiki með nýjum gjaldmiðli og bætt umhverfi fyrirtækja og heimila. • Að Ísland geri náttúru landsins og afurðir hennar að lykilþætti í uppbyggingu atvinnulífsins. Þannig verði umræða um umhverfisvernd tekin frá skotgröfum þrýstihópa og náttúra Íslands skilgreind sem mikilvægur þáttur í endurreisninni. Slíkt hefði mikil áhrif innan ferðaþjónustunnar og annara fyrirtækja sem byggja tilvist sína á ímynd Íslands og afurðum lands og sjávar. • Að ný vinnubrögð verði tekin upp í íslenskum stjórnmálum þar sem þjóðarheill vegi þyngra en hagsmunir einstakra flokka eða manna. Hafin verði endurskoðun stjórnarskrárinnar. • Að nýtt atvinnulíf byggt á myndun þekkingarklasa, mikilvægi nýsköpunar, sjálfbærni, og beitingu hagrænna hvata í umhverfismálum, fái brautargengi við þá uppbyggingu sem er framundan. Mikilvægt er að horfa með jákvæðum hug til þeirra tækifæra sem gefast við breyttar aðstæður og veita ungu fólki trú á framtíð þess hér á landi." Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég tel að menntun mín og reynsla geti komið að góðum notum í því endurreisnarstarfi sem er framundan í íslensku þjóðfélagi. Vissrar endurnýjunar er þörf í íslenskum stjórnmálum og mjög mikilvægt að nýtt og drífandi fólk með fjölþætta menntun og reynslu úr atvinnulífinu bætist í hóp núverandi stjórnmálamanna.", segir Magnús í tilkynningu. Magnús vill leggja áherslu á markvissa endurreisn atvinnulífsins og að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aukin áhersla á umhverfismál og ný vinnubrögð í stjórnmálum sýni ungu fólki frammá að framtíð þess sé vel borgið á Íslandi. „Magnús Orri leggur mesta áherslu á eftirtalin atriði: • Að Íslands hefji strax aðildarviðræður við Evrópusambandið og þjóðin fái að taka afstöðu til inngöngu. Margvíslegur ávinningur fylgir í kjölfar umsóknar s.s. betra samband við nágrannaþjóðir, aukinn stöðugleiki með nýjum gjaldmiðli og bætt umhverfi fyrirtækja og heimila. • Að Ísland geri náttúru landsins og afurðir hennar að lykilþætti í uppbyggingu atvinnulífsins. Þannig verði umræða um umhverfisvernd tekin frá skotgröfum þrýstihópa og náttúra Íslands skilgreind sem mikilvægur þáttur í endurreisninni. Slíkt hefði mikil áhrif innan ferðaþjónustunnar og annara fyrirtækja sem byggja tilvist sína á ímynd Íslands og afurðum lands og sjávar. • Að ný vinnubrögð verði tekin upp í íslenskum stjórnmálum þar sem þjóðarheill vegi þyngra en hagsmunir einstakra flokka eða manna. Hafin verði endurskoðun stjórnarskrárinnar. • Að nýtt atvinnulíf byggt á myndun þekkingarklasa, mikilvægi nýsköpunar, sjálfbærni, og beitingu hagrænna hvata í umhverfismálum, fái brautargengi við þá uppbyggingu sem er framundan. Mikilvægt er að horfa með jákvæðum hug til þeirra tækifæra sem gefast við breyttar aðstæður og veita ungu fólki trú á framtíð þess hér á landi."
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira