Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir 10. apríl 2009 15:26 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson" Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson"
Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira