ESB-málum ýtt út af borðinu Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. mars 2009 00:01 Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar