Bandaríski spretthlauparinn, Tyson Gay, mun þurfa að leggjast undir hnífinn í lok frjálsíþróttatímabilsins vegna þrálátra meiðsla í nára.
Gay hefur verið í vandræðum með meiðslin í allt sumar en tókst samt að hlaupa 100 metrana á 9,71 sekúndu á heimsmeistaramótinu í Berlín.
„Ég hef verið að hlaupa á einum fæti í allt sumar," sagði Gay hógvær.
„Ég mun taka þátt í svona tveim mótum í viðbót og svo er ég farinn í aðgerð. Ég hef trú á því að ég muni komast í mitt allra besta form eftir aðgerðina," bætti Bandaríkjamaðurinn við.