Jákvæðir bónusar Jón Kaldal skrifar 21. ágúst 2009 06:15 Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun