Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins 8. apríl 2009 14:54 Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda. Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda.
Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira