Njarðvík hefði unnið í oddaleik 30. janúar 2009 20:22 Friðrik Ingi hefur tröllatrú á sínum mönnum í Njarðvík frá því fyrir 20 árum, en viðurkennir að líklega hefði hann átt í erfiðleikum með að hemja Jón Arnór Stefánsson Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli