Mest verslað í Bandaríkjadölum 7. janúar 2009 00:01 Sundahöfnin athafnarsvæði Eimskips ©DV / Ljósmyndadeildin / Gunnar V. Andrésson Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Heildarútflutningur þetta ár, á verðlagi þess, voru ríflega 300 milljarðar króna, en flutt var inn fyrir um 400 milljarða. Ekki eru komnar endanlegar tölur fyrir árið 2008. Mest skipt við EESLangmest utanríkisviðskipti eru við ríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í heildina fóru alls um 80 prósent alls útflutnings til ríkja EES og þaðan komu um tveir þriðju alls innflutnings árið 2007. Þegar viðskipti við einstök ríki eru skoðuð kemur í ljós að mest er flutt út til Hollands, síðan Þýskalands en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. Bandaríkjadalurinn stærsturVægi Bandaríkjadals er heldur meira í viðskiptum við útlönd en nemur beinum viðskiptum. Samkvæmt Hagstofutölum voru tæp 60 prósent útflutnings í gjaldmiðlum EES-landa árið 2007. Tæp 26 prósent voru í evrum og tvö prósent til viðbótar í dönskum krónum, en hún er tengd evrunni. Um tólf prósent fóru fram í breskum pundum. Viðskipti í Bandaríkjadölum námu hins vegar 38,1 prósent. „Nokkuð af verslun við ýmis ríki, til að mynda Asíulönd, er í Bandaríkjadölum auk þess sem megnið af viðskiptum með ál er í þeim gjaldmiðli," segir Katla Gylfadóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Álinu siglt til HollandsÞegar rýnt er í Hagtíðindin sést að verulegur hluti útflutnings til Hollands er ál. Útflutningur til Hollands jókst um 60 prósent milli áranna 2006 og 2007. Það skýrist nær eingöngu af auknum útflutningi á áli en einnig kísiljárni. Það kann að koma á óvart að þetta fari allt til Hollands en skýringin er að enda þótt miklu af þessu sé skipað upp í hollenskri höfn, þá kann það að fara annað síðar. Þegar rýnt er í útflutning til Þýskalands sést að næstum fjórir fimmtu útflutnings þangað eru iðnaðarvörur, að miklu leyti ál. Tólf prósenta aukning á útflutningi milli ársins 2007 og ársins á undan, skýrist af aukningu á álútflutningi. Álið toppar fiskinnÁlið hefur farið vaxandi í útflutningi héðan og er nú helsta útflutningsvara Íslands. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt héðan hátt í 700 þúsund tonn af áli fyrir 161 milljarð króna rúman. Útflutningurinn á þessu tímabili nam alls 413 milljörðum, svo rétt tæp 40 prósent útflutnings í fyrra voru ál. Árið á undan var á þessum tíma í heild flutt út fyrir tæpa 280 milljarða. Þar af voru flutt út ríflega 416 tonn af áli fyrir ríflega 75 milljarða króna. Hlutfall álsins var þá um 27 prósent af heildarútflutningi. Álútflutningur hefur því vaxið verulega sem hlutfall af heildarútflutningi. Fiskurinn samt mikilvægurFyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt út um 620 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir um 150 milljarða króna. Það jafngildir um 36 prósentum af útflutningi. Árið á undan var hlutfall sjávarafurða í útflutningi hærra. Þá voru fyrstu ellefu mánuðina flutt út tæplega 570 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir tæpa 120 milljarða króna. Þá var hlutfallið af heildinni rúm 42 prósent. Innflutningur mestur frá EESEins og áður var skrifað er mest selt úr landi fyrir Bandaríkjadali. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út þegar litið er á innflutninginn. Evran er ríkjandi innflutningsmynt og voru tæplega 42 prósent innflutnings í evru árið 2007, samkvæmt Hagtíðindum. Í heildina voru um 72 prósent innflutnings í myntum EES ríkja, þar af tíu prósent frá Danmörku. Hlutfall Bandaríkjadals í innflutningi er hins vegar ríflega fjórðungur. Bandaríkin eru hins vegar stærsta einstaka innflutningsland Íslands. Sé miðað við verðmæti innflutningsins komu 13,5 prósent af öllum innflutningi ársins 2007 frá Bandaríkjunum. Mest voru þetta vélar og samgöngutæki. Næstmest var flutt inn frá Þýskalandi, mest vélar og samgöngutæki. Þriðja stærsta innflutningslandið var Svíþjóð. Eldsneyti var uppistaðan í innflutningi þaðan árið 2007. Í heildina voru keyptar vörur fyrir 276 milljarða í ríkjum EES, fyrir tæpa 58 milljarða frá Bandaríkjunum, innan við 20 frá Evrópuríkjum utan EES, um 20 milljarðar frá Japan og Kína hvoru um sig og um 30 milljarðar annars staðar frá. Maturinn kemur frá EESÞegar skoðaður er innflutningur á matvöru kemur í ljós að um 70 prósent koma frá ríkjum EES. Hér er um að ræða vörur líkt og kjötvörur, grænmeti, drykkjarvörur og kornvörur svo nokkuð sé nefnt. Sem hlutfall af heildarinnflutningi eru tölurnar þó ekki háar, um sjö prósent og nam reikningurinn innan við þrjátíu milljörðum króna. Föt og skór voru flutt inn fyrir tæpa þrettán milljarða, tæpur helmingur frá ríkjum EES. Á sama tíma voru fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 11,5 milljarða, en bensín og olíureikningurinn nam 35 milljörðum. Þar af var keypt fyrir 31 milljarð í ríkjum EES. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Heildarútflutningur þetta ár, á verðlagi þess, voru ríflega 300 milljarðar króna, en flutt var inn fyrir um 400 milljarða. Ekki eru komnar endanlegar tölur fyrir árið 2008. Mest skipt við EESLangmest utanríkisviðskipti eru við ríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í heildina fóru alls um 80 prósent alls útflutnings til ríkja EES og þaðan komu um tveir þriðju alls innflutnings árið 2007. Þegar viðskipti við einstök ríki eru skoðuð kemur í ljós að mest er flutt út til Hollands, síðan Þýskalands en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. Bandaríkjadalurinn stærsturVægi Bandaríkjadals er heldur meira í viðskiptum við útlönd en nemur beinum viðskiptum. Samkvæmt Hagstofutölum voru tæp 60 prósent útflutnings í gjaldmiðlum EES-landa árið 2007. Tæp 26 prósent voru í evrum og tvö prósent til viðbótar í dönskum krónum, en hún er tengd evrunni. Um tólf prósent fóru fram í breskum pundum. Viðskipti í Bandaríkjadölum námu hins vegar 38,1 prósent. „Nokkuð af verslun við ýmis ríki, til að mynda Asíulönd, er í Bandaríkjadölum auk þess sem megnið af viðskiptum með ál er í þeim gjaldmiðli," segir Katla Gylfadóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Álinu siglt til HollandsÞegar rýnt er í Hagtíðindin sést að verulegur hluti útflutnings til Hollands er ál. Útflutningur til Hollands jókst um 60 prósent milli áranna 2006 og 2007. Það skýrist nær eingöngu af auknum útflutningi á áli en einnig kísiljárni. Það kann að koma á óvart að þetta fari allt til Hollands en skýringin er að enda þótt miklu af þessu sé skipað upp í hollenskri höfn, þá kann það að fara annað síðar. Þegar rýnt er í útflutning til Þýskalands sést að næstum fjórir fimmtu útflutnings þangað eru iðnaðarvörur, að miklu leyti ál. Tólf prósenta aukning á útflutningi milli ársins 2007 og ársins á undan, skýrist af aukningu á álútflutningi. Álið toppar fiskinnÁlið hefur farið vaxandi í útflutningi héðan og er nú helsta útflutningsvara Íslands. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt héðan hátt í 700 þúsund tonn af áli fyrir 161 milljarð króna rúman. Útflutningurinn á þessu tímabili nam alls 413 milljörðum, svo rétt tæp 40 prósent útflutnings í fyrra voru ál. Árið á undan var á þessum tíma í heild flutt út fyrir tæpa 280 milljarða. Þar af voru flutt út ríflega 416 tonn af áli fyrir ríflega 75 milljarða króna. Hlutfall álsins var þá um 27 prósent af heildarútflutningi. Álútflutningur hefur því vaxið verulega sem hlutfall af heildarútflutningi. Fiskurinn samt mikilvægurFyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt út um 620 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir um 150 milljarða króna. Það jafngildir um 36 prósentum af útflutningi. Árið á undan var hlutfall sjávarafurða í útflutningi hærra. Þá voru fyrstu ellefu mánuðina flutt út tæplega 570 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir tæpa 120 milljarða króna. Þá var hlutfallið af heildinni rúm 42 prósent. Innflutningur mestur frá EESEins og áður var skrifað er mest selt úr landi fyrir Bandaríkjadali. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út þegar litið er á innflutninginn. Evran er ríkjandi innflutningsmynt og voru tæplega 42 prósent innflutnings í evru árið 2007, samkvæmt Hagtíðindum. Í heildina voru um 72 prósent innflutnings í myntum EES ríkja, þar af tíu prósent frá Danmörku. Hlutfall Bandaríkjadals í innflutningi er hins vegar ríflega fjórðungur. Bandaríkin eru hins vegar stærsta einstaka innflutningsland Íslands. Sé miðað við verðmæti innflutningsins komu 13,5 prósent af öllum innflutningi ársins 2007 frá Bandaríkjunum. Mest voru þetta vélar og samgöngutæki. Næstmest var flutt inn frá Þýskalandi, mest vélar og samgöngutæki. Þriðja stærsta innflutningslandið var Svíþjóð. Eldsneyti var uppistaðan í innflutningi þaðan árið 2007. Í heildina voru keyptar vörur fyrir 276 milljarða í ríkjum EES, fyrir tæpa 58 milljarða frá Bandaríkjunum, innan við 20 frá Evrópuríkjum utan EES, um 20 milljarðar frá Japan og Kína hvoru um sig og um 30 milljarðar annars staðar frá. Maturinn kemur frá EESÞegar skoðaður er innflutningur á matvöru kemur í ljós að um 70 prósent koma frá ríkjum EES. Hér er um að ræða vörur líkt og kjötvörur, grænmeti, drykkjarvörur og kornvörur svo nokkuð sé nefnt. Sem hlutfall af heildarinnflutningi eru tölurnar þó ekki háar, um sjö prósent og nam reikningurinn innan við þrjátíu milljörðum króna. Föt og skór voru flutt inn fyrir tæpa þrettán milljarða, tæpur helmingur frá ríkjum EES. Á sama tíma voru fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 11,5 milljarða, en bensín og olíureikningurinn nam 35 milljörðum. Þar af var keypt fyrir 31 milljarð í ríkjum EES.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira