Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi 3. apríl 2009 05:45 Guðlaugur Þór Þórðarson „Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse
Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira