Við viljum fá þann stóra líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2009 10:15 Margrét Kara Sturludóttir getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík. „Við unnum okkar heimavinnu eftir síðasta leik. Þetta er bara vinna. Við leggjum bara upp með að spila okkar vörn og ef hún gengur vel þá gerist allt hitt," sagði Margrét Kara Sturludóttir eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna á föstudagskvöldið. KR-liðið hefur komið mörgum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leikina í einvíginu en þær eru að sýna það og sanna að sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum var engin tilviljun. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi verið aðeins á tauginni í fyrstu leikjunum á móti Keflavík en nú er þetta allt að smella," sagði Kara sem var aðeins með samtals 8 stig í fyrstu tveimur leikjunum á móti sínum gömlu félögum en hefur skorað 15 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum liðanna. Kara hefur nú náð því að vera í sigurliði í fimm innbyrðisleikjum liðanna í röð í úrslitakeppni. Kara var með Keflavík þegar liðið vann KR 3-0 í lokaúrslitunum í fyrra en er gekk til liðs við KR þegar hún kom heim um áramótin eftir að hafa verið við ná í Bandaríkjunum. Kara vill þó ekki meina að hún hafi komið með öll leyndarmál Keflavíkurliðsins yfir í Vesturbæinn þó að það líti oft út fyrir að KR hafi öll svör við leik Keflavíkur. „Bikartitilinn var gríðarlega sætur en við viljum fá þann stóra líka. Við erum að spila eins og lið og það er stemmning í hópnum," sagði Kara en KR hefur unnið 13 af 17 leikjum síðan hún gekk til liðs við liðið í janúar. Fjórir af þessum sigrum hafa komið í fimm leikjum á móti hennar gömlu félögum í Keflavík. KR-liðið er nú aðeins einum sigri frá lokaúrslitunum og þær fá þrjá leiki til þess að klára einvígið. „Þetta er alls ekki komið. Við erum að fara að spila á erfiðum útivelli og þetta var var mjög erfiður leikur síðast. 2-0 er þægileg staða en það er fljótt að fara úr 2-0 í 2-1 og svo framvegis. Við viljum klára þetta í þremur leikjum og það er markmiðið," sagði Kara. „Það má alveg segja að þetta hafi verið besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Við erum að spila eins og þegar fimm fingur mynda hnefa," sagði Kara og gaf undirrituðum þéttingsfast högg í brjóstkassann. Það fer ekkert á milli mála að hún ætlar að láta verkin tala og verða Íslandsmeistari annað árið í röð. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík. „Við unnum okkar heimavinnu eftir síðasta leik. Þetta er bara vinna. Við leggjum bara upp með að spila okkar vörn og ef hún gengur vel þá gerist allt hitt," sagði Margrét Kara Sturludóttir eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna á föstudagskvöldið. KR-liðið hefur komið mörgum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leikina í einvíginu en þær eru að sýna það og sanna að sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum var engin tilviljun. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi verið aðeins á tauginni í fyrstu leikjunum á móti Keflavík en nú er þetta allt að smella," sagði Kara sem var aðeins með samtals 8 stig í fyrstu tveimur leikjunum á móti sínum gömlu félögum en hefur skorað 15 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum liðanna. Kara hefur nú náð því að vera í sigurliði í fimm innbyrðisleikjum liðanna í röð í úrslitakeppni. Kara var með Keflavík þegar liðið vann KR 3-0 í lokaúrslitunum í fyrra en er gekk til liðs við KR þegar hún kom heim um áramótin eftir að hafa verið við ná í Bandaríkjunum. Kara vill þó ekki meina að hún hafi komið með öll leyndarmál Keflavíkurliðsins yfir í Vesturbæinn þó að það líti oft út fyrir að KR hafi öll svör við leik Keflavíkur. „Bikartitilinn var gríðarlega sætur en við viljum fá þann stóra líka. Við erum að spila eins og lið og það er stemmning í hópnum," sagði Kara en KR hefur unnið 13 af 17 leikjum síðan hún gekk til liðs við liðið í janúar. Fjórir af þessum sigrum hafa komið í fimm leikjum á móti hennar gömlu félögum í Keflavík. KR-liðið er nú aðeins einum sigri frá lokaúrslitunum og þær fá þrjá leiki til þess að klára einvígið. „Þetta er alls ekki komið. Við erum að fara að spila á erfiðum útivelli og þetta var var mjög erfiður leikur síðast. 2-0 er þægileg staða en það er fljótt að fara úr 2-0 í 2-1 og svo framvegis. Við viljum klára þetta í þremur leikjum og það er markmiðið," sagði Kara. „Það má alveg segja að þetta hafi verið besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Við erum að spila eins og þegar fimm fingur mynda hnefa," sagði Kara og gaf undirrituðum þéttingsfast högg í brjóstkassann. Það fer ekkert á milli mála að hún ætlar að láta verkin tala og verða Íslandsmeistari annað árið í röð.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira