Mikilvægur leikur á Akureyri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2009 08:30 Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/stefán Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið - Valur, Breiðablik og Stjarnan - eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Tvö þeirra mætast innbyrðis í kvöld er Þór/KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyri. Valur mætir Fylki og Breiðablik tekur á móti KR. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari spáði í spilin fyrir Fréttablaðið. „Það er mikið undir í leikjum kvöldsins en ég held þó enn að mikilvægasti leikur sumarsins verði viðureign Stjörnunnar og Vals í byrjun september," sagði Sigurður Ragnar. „Til þess að sá leikur verði úrslitaleikur verður Stjarnan því helst að vinna á Akureyri því ég á ekki von á því að Valur lendi í vandræðum með Fylki í kvöld. Þær munu mæta ákveðnar til leiks í kvöld og vinna." Hann á þó von á hörkuleik á Akureyri. „Þetta er gríðarlega sterkur heimavöllur og Þór/KA hefur mikið sjálfstraust. Mér finnst það vera lið sem getur unnið alla andstæðinga á góðum degi. Þær fóru að vísu hægt af stað í mótinu í vor en hafa síðan verið á miklu skriði." Sigurður Ragnar telur að Blikar gætu lent í vandræðum í kvöld. „KR hefur spilað vel að undanförnu og unnið þrjá leiki í röð. Breiðablik hefur að sama skapi verið að veikjast. Harpa Þorsteinsdóttir er fótbrotin og Sandra Sif Magnúsdóttir er farin til útlanda. Ég spáði því þó fyrir mót að Breiðablik yrði meistari og ég er ekki reiðubúinn að breyta spánni enn. Valur hefur þó enn mótið í sínum höndum en hin liðin hafa þó sýnt að það er vel hægt að sigra Val." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið - Valur, Breiðablik og Stjarnan - eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Tvö þeirra mætast innbyrðis í kvöld er Þór/KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyri. Valur mætir Fylki og Breiðablik tekur á móti KR. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari spáði í spilin fyrir Fréttablaðið. „Það er mikið undir í leikjum kvöldsins en ég held þó enn að mikilvægasti leikur sumarsins verði viðureign Stjörnunnar og Vals í byrjun september," sagði Sigurður Ragnar. „Til þess að sá leikur verði úrslitaleikur verður Stjarnan því helst að vinna á Akureyri því ég á ekki von á því að Valur lendi í vandræðum með Fylki í kvöld. Þær munu mæta ákveðnar til leiks í kvöld og vinna." Hann á þó von á hörkuleik á Akureyri. „Þetta er gríðarlega sterkur heimavöllur og Þór/KA hefur mikið sjálfstraust. Mér finnst það vera lið sem getur unnið alla andstæðinga á góðum degi. Þær fóru að vísu hægt af stað í mótinu í vor en hafa síðan verið á miklu skriði." Sigurður Ragnar telur að Blikar gætu lent í vandræðum í kvöld. „KR hefur spilað vel að undanförnu og unnið þrjá leiki í röð. Breiðablik hefur að sama skapi verið að veikjast. Harpa Þorsteinsdóttir er fótbrotin og Sandra Sif Magnúsdóttir er farin til útlanda. Ég spáði því þó fyrir mót að Breiðablik yrði meistari og ég er ekki reiðubúinn að breyta spánni enn. Valur hefur þó enn mótið í sínum höndum en hin liðin hafa þó sýnt að það er vel hægt að sigra Val."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira