Hætta að borga og bíða eftir málsókn 8. janúar 2009 06:00 Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. „Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh
Markaðir Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira