Tvísýnn varaformannsslagur 26. mars 2009 16:06 Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina verður kjörin ný forysta þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri. Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns. Kjörið fer fram á laugardaginn. Dagur var kjörinn borgarfulltrúi fyrir R-listann árið 2002. Hann hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík allt frá því að hann bar sigurorð af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein í prófkjöri í byrjun árs 2006. Árni Páll var kjörinn á þing í kosningunum 2007. Hann sigraði nýverið Lúðvík Geirsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Dagur styrkti sig sem borgarstjóri Stefanía telur að það þurfi ekki endilega að nýtast Degi að hafa verið kallaður krónprins Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir að Dagur hafi styrkt stöðu sína þegar hann var borgarstjóri í 100 daga. „Síðan þá hefur lítið sést til hans og hann hefur ekki gert sig gildandi í almennri umræðu í vetur," segir Stefanía. Árni Páll býr yfir öflugu stuðningsneti sem kom honum til góðs í prófkjörinu, að mati Stefaníu. Hún bendir á að Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstóri, sé bróður Árna Páls og hugsanlega nýtist það honum. Aftur á móti segir Stefanía að hann sé jafnvel of hægrisinnaður fyrir almenna flokksfélaga í Samfylkingunni.Árni Páll er í forystunni Stefanía telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll sem sé nú þegar í forystusveit flokksins og ráðherraefni. „Árni Páll er í forystusveitinni en Dagur ekki, nema að því leyti að hann leiðir flokkinn í Reykjavík." Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll. Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina verður kjörin ný forysta þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri. Árni Páll og Dagur gefa báðir kost á sér í embætti varaformanns. Kjörið fer fram á laugardaginn. Dagur var kjörinn borgarfulltrúi fyrir R-listann árið 2002. Hann hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík allt frá því að hann bar sigurorð af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein í prófkjöri í byrjun árs 2006. Árni Páll var kjörinn á þing í kosningunum 2007. Hann sigraði nýverið Lúðvík Geirsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.Dagur styrkti sig sem borgarstjóri Stefanía telur að það þurfi ekki endilega að nýtast Degi að hafa verið kallaður krónprins Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir að Dagur hafi styrkt stöðu sína þegar hann var borgarstjóri í 100 daga. „Síðan þá hefur lítið sést til hans og hann hefur ekki gert sig gildandi í almennri umræðu í vetur," segir Stefanía. Árni Páll býr yfir öflugu stuðningsneti sem kom honum til góðs í prófkjörinu, að mati Stefaníu. Hún bendir á að Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstóri, sé bróður Árna Páls og hugsanlega nýtist það honum. Aftur á móti segir Stefanía að hann sé jafnvel of hægrisinnaður fyrir almenna flokksfélaga í Samfylkingunni.Árni Páll er í forystunni Stefanía telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll sem sé nú þegar í forystusveit flokksins og ráðherraefni. „Árni Páll er í forystusveitinni en Dagur ekki, nema að því leyti að hann leiðir flokkinn í Reykjavík."
Kosningar 2009 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira