Þýski markvörðurinn Robert Enke hjá Hannover 96 er látinn en hann var aðeins 32 ára gamall.
Martin Kind, forseti Hannover 96, staðfesti fregnirnar í kvöld.
Talsmaður lögreglu í smábænum Neustadth greinir frá því að Enke hafi orðið fyrir lest en ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hvort að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.
Enke lék á sínum tíma meðal annars með Barcelona og Benfica og á að baki 8 landsleiki fyrir Þýskaland.