Sigurður Ragnar getur ekki valið Laufeyju í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2009 10:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Sigurður Ragnar er þessa daganna að leggja lokahöndina á að velja 22 manna landsliðshóp fyrir EM en hann getur ekki valið Laufeyju þrátt fyrir að hafa hrifist af innkomu hennar í gær. „Laufey kemur ekki til greina í lokakeppnishópinn því við erum búin að skila inn 40 manna lista til UEFA. Ég má bara velja leikmenn sem eru á þeim lista," segir Sigurður og bætir við: „Hún kemur því ekki til greina í EM-hópinn en ef hún heldur áfram að æfa fótbolta þá kemur hún að sjálfsögðu til greina í landsliðshópinn eins og allir aðrir leikmenn," segir Sigurður Ragnar. Laufey kom inn á 64. mínútu, skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. „Mér fannst hún eiga mjög góða innkomu í þennan leik og hún er frábær leikmaður. Vonandi heldur hún áfram sem lengst í fótbolta," segir Sigurður Ragnar. „Hún virkaði ekki mjög ryðguð og maður sá strax hvað hún er með góðan leikskilning og góð hlaup. Hún spilar boltanum vel frá sér og það er mikið spil í kringum hana. Ég hef oft séð hana spila í gegnum tíðina og hún er frábær leikmaður," segir landsliðsþjálfarinn. Það er nóg að gera hjá kvennalandsliðinu í haust því undankeppni HM tekur strax við af EM. „Það eru landsleikir í sepetember og október og ef hún er að spila út tímabilið og er að spila vel þá veit maður aldrei. Ég veit heldur ekki hvað Laufey ætlar sér, hvort hún ætlar að sprikla eitthvað til gamans í sumar eða hvort hún ætli að taka þetta á fullri alvöru og ætli sér að spila fótbolta áfram," segir Sigurður Ragnar sem fagnar endurkomu þessarar snjöllu knattspyrnukonu. „Hún hefur átt við erfið meiðsli að stríða en hún hefur ekki fundið fyrir þeim undanfarnar vikur sem er mjög jákvætt," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Sigurður Ragnar er þessa daganna að leggja lokahöndina á að velja 22 manna landsliðshóp fyrir EM en hann getur ekki valið Laufeyju þrátt fyrir að hafa hrifist af innkomu hennar í gær. „Laufey kemur ekki til greina í lokakeppnishópinn því við erum búin að skila inn 40 manna lista til UEFA. Ég má bara velja leikmenn sem eru á þeim lista," segir Sigurður og bætir við: „Hún kemur því ekki til greina í EM-hópinn en ef hún heldur áfram að æfa fótbolta þá kemur hún að sjálfsögðu til greina í landsliðshópinn eins og allir aðrir leikmenn," segir Sigurður Ragnar. Laufey kom inn á 64. mínútu, skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. „Mér fannst hún eiga mjög góða innkomu í þennan leik og hún er frábær leikmaður. Vonandi heldur hún áfram sem lengst í fótbolta," segir Sigurður Ragnar. „Hún virkaði ekki mjög ryðguð og maður sá strax hvað hún er með góðan leikskilning og góð hlaup. Hún spilar boltanum vel frá sér og það er mikið spil í kringum hana. Ég hef oft séð hana spila í gegnum tíðina og hún er frábær leikmaður," segir landsliðsþjálfarinn. Það er nóg að gera hjá kvennalandsliðinu í haust því undankeppni HM tekur strax við af EM. „Það eru landsleikir í sepetember og október og ef hún er að spila út tímabilið og er að spila vel þá veit maður aldrei. Ég veit heldur ekki hvað Laufey ætlar sér, hvort hún ætlar að sprikla eitthvað til gamans í sumar eða hvort hún ætli að taka þetta á fullri alvöru og ætli sér að spila fótbolta áfram," segir Sigurður Ragnar sem fagnar endurkomu þessarar snjöllu knattspyrnukonu. „Hún hefur átt við erfið meiðsli að stríða en hún hefur ekki fundið fyrir þeim undanfarnar vikur sem er mjög jákvætt," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira