Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 22:57 Benedikt var kátur eftir leik í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor." Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor."
Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn