Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 22:57 Benedikt var kátur eftir leik í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor." Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor."
Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli