Fangar á Litla-Hrauni kjósa til Alþingis í dag Breki Logason skrifar 22. apríl 2009 12:00 Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær. Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær.
Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira