Betra hefði verið að taka ekki við styrkjunum árið 2006 14. apríl 2009 18:30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt. Kosningar 2009 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt.
Kosningar 2009 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira