Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2009 19:00 Baldur tók sæti á lista Samfylkingarinnar til að hafa áhrif á Evrópumál. Mynd/ Valgarður. „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur. Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.
Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira