Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins.
Á sunnudaginn fer svo fram formannskosning en þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson hafa báðir gefið kost á sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi varaformaður flokksins, hefur ein lýst yfir framboði til varaformanns.
