Leiðin áfram Jón Sigurðsson skrifar 14. júlí 2009 06:00 Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun