Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf 1. apríl 2009 00:59 Magnús Bjarnason Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Tilkynnt var um stofnun félagsins í gær, en í því er sögð koma saman margra ára reynsla starfsmanna Capacent á sviði fjármálaráðgjafar og þekking og tengsl fyrrum starfsmanna Glitnis í ráðgjöf til alþjóðlegra fyrirtækja í sjávarútvegi og jarðvarma. Félagið á svo samstarf við ráðgjafarfyrirtækin Glacier Partners í Bandaríkjunum og Pritchard Capital, sérhæft verðbréfafyrirtæki á orkusviði. Capacent Glacier er með tólf starfsmenn á Íslandi og Glacier Partners með sex starfsmenn í Bandaríkjunum. Félagið er sagt að helmingi í eigu Capacent og að helmingi í eigu stjórnenda, en fyrir því fer framkvæmdastjórinn Magnús Bjarnason, sem áður bar ábyrgð á starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku og sjávarútvegs. Sigurður Harðarson, sem veitt hefur fjármálaráðgjöf Capacent forstöðu, er framkvæmdastjóri rekstrar Capacent Glacier. Jón Garðar Guðmundsson ber ábyrgð á sjávarútvegsmálum og Sigurður Valgeir Guðjónsson leiðir fyrirtækjaráðgjöf félagsins. Hjá Glacier Partners í Bandaríkjunum starfa meðal annars „Timothy Spanos, sem hefur 20 ára reynslu frá Bank of America, Sigurður Jón Björnsson, sem tók þátt í uppbyggingu Framtaks fjárfestingabanka og Ignacio Kleiman, sem stafað hefur fyrir Rabo Bank, Deutche Bank og JP Morgan". Haft er eftir Þór Elliðasyni að með samstarfi Capacent Glacier og ráðgjafareininga Capacent á Íslandi og á Norðurlöndunum verði til grundvöllur fyrir nýja þjónustu við viðskiptavini, svokallaða „one stop shop" þjónustu. Hingað til segir hann ekkert fyrirtæki hafa getað boðið í einu upp á á þjónustu á sviði fjárhagslegar endurskipulagningar, fjármögnunar, ráðninga, markaðsrannsókna, stefnumótunar og stjórnunarráðgjafar. - óká Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Tilkynnt var um stofnun félagsins í gær, en í því er sögð koma saman margra ára reynsla starfsmanna Capacent á sviði fjármálaráðgjafar og þekking og tengsl fyrrum starfsmanna Glitnis í ráðgjöf til alþjóðlegra fyrirtækja í sjávarútvegi og jarðvarma. Félagið á svo samstarf við ráðgjafarfyrirtækin Glacier Partners í Bandaríkjunum og Pritchard Capital, sérhæft verðbréfafyrirtæki á orkusviði. Capacent Glacier er með tólf starfsmenn á Íslandi og Glacier Partners með sex starfsmenn í Bandaríkjunum. Félagið er sagt að helmingi í eigu Capacent og að helmingi í eigu stjórnenda, en fyrir því fer framkvæmdastjórinn Magnús Bjarnason, sem áður bar ábyrgð á starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku og sjávarútvegs. Sigurður Harðarson, sem veitt hefur fjármálaráðgjöf Capacent forstöðu, er framkvæmdastjóri rekstrar Capacent Glacier. Jón Garðar Guðmundsson ber ábyrgð á sjávarútvegsmálum og Sigurður Valgeir Guðjónsson leiðir fyrirtækjaráðgjöf félagsins. Hjá Glacier Partners í Bandaríkjunum starfa meðal annars „Timothy Spanos, sem hefur 20 ára reynslu frá Bank of America, Sigurður Jón Björnsson, sem tók þátt í uppbyggingu Framtaks fjárfestingabanka og Ignacio Kleiman, sem stafað hefur fyrir Rabo Bank, Deutche Bank og JP Morgan". Haft er eftir Þór Elliðasyni að með samstarfi Capacent Glacier og ráðgjafareininga Capacent á Íslandi og á Norðurlöndunum verði til grundvöllur fyrir nýja þjónustu við viðskiptavini, svokallaða „one stop shop" þjónustu. Hingað til segir hann ekkert fyrirtæki hafa getað boðið í einu upp á á þjónustu á sviði fjárhagslegar endurskipulagningar, fjármögnunar, ráðninga, markaðsrannsókna, stefnumótunar og stjórnunarráðgjafar. - óká
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira