Umfjöllun: Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:06 Akureyringar áttu hræðilegan seinni hálfleik og töpuðu að lokum með þremur mörkum. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín. Olís-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira