Umfjöllun: Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:06 Akureyringar áttu hræðilegan seinni hálfleik og töpuðu að lokum með þremur mörkum. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín. Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira