Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Valur vann Keflavík 79-75 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.
Hrund Jóhannsdóttir var atkvæðamest hjá Val með 21 stig og 13 fráköst en Sakera Young kom næst með 14 stig.
Hjá Keflavík var Viola Beybeyah atkvæðamest með 28 stig og 12 fráköst en Marín Karlsdóttir kom næst með 12 stig.
Þetta var fyrsti sigur Vals í vetur en Keflavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa.