Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina 1. apríl 2009 20:12 Atli Gíslason og Birgir Ármannsson. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56
Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29