Wolfsburg þýskur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 19:17 Edin Dzeko frá Bosníu og Brasilíumaðurinn Grafite fagna meistaratitli Wolfsburg í dag. Nordic Photos / Bongarts Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum. Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum.
Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira