Gunnar Thoroddsen, fyrrum forstjóri Landsbankans í Lúxemborg, hefur verið ráðinn forstjóri endurreisnarsjóðs sem Straumur-Burðarás tilkynnti um stofnun á í nóvemberlok í fyrra.
Sjóðurinn, sem hafði vinnuheitið Phoenix en er nú nefndur ICM - Iceland Capital Management, er sjálfstæð eining með eigið starfsfólk, þótt hvatinn að stofnun hans hafi komið frá Straumi. Á uppgjörsfundi bankans í nóvember upplýsti William Fall, forstjóri bankans, að stefnt væri að skráningu hans á markað. Leggja átti sjóðnum til 40 milljónir evra í fyrstu skrefum, en að aðrir fjárfestar legðu til allt að 500 milljónir evra.
„Íslensk fyrirtæki eru almennt vel rekin. Eftir hremmingar sem eru að ganga yfir vantar þau aðgang að hlutafé," sagði William Fall og kvað sjóðinn koma þar til sögu. - óká
Úr Landsbankanum í endurreisnina

Mest lesið

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent



Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent


Kaupmáttur jókst á milli ára
Viðskipti innlent