Jón seldi megnið af hlut sínum í fyrirtækinu í síðustu viku en átti eftir 7,5 milljónir hluta.
Lífeyrissjóðurinn danski á nú 5,24 prósent í Össuri og er fjórði stærsti hluthafi félagsins.
Stöð 2 hafði eftir Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank, í kvöld enga fjárfesta þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin hér komi í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur.
Þá sagði hann gjaldeyrisfrumvarpið, sem samþykkt var á Alþingi í gær vera áhyggjuefni. Útflutningsfyrirtæki muni alltaf finna leið framhjá lögunum.