Ísland er heimili mitt að heiman 9. mars 2009 18:30 Kesha Watson í leik gegn Haukum Mynd/Daníel Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira