IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 19. október 2009 21:30 Justin Shouse. Mynd/Stefán Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33)
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira